laugardagur, 25. mars 2023

MB23 - 13. kafli - Kambódía - Angkor Wat

Hittum leiðsögukonuna okkar, hana Kim, og bílstjórann kl. 8.00. Haldið var af stað í skoðunarferð í helstu hofið á svæðinu.

Ta Promh - Tomb raider hofið

Apsara dansgyðjurnar eru mjög áberandi í flestum hofum í Kambódíu og hér var það engin undantekning. Konungurinn lét byggja skóla og síðan var hof byggt við skólann, til minningar um móður hans. Þangað fór konungur til að biðja og heiðra móður sína.

Merki eru um að staðurinn þar sem hann bað til móður sinnar hafi verið skreytt gulli og demöntum sem síðar var stolið af rauðu kmerunum á 8. áratugnum.

Nýlega var lokið endurreisn danssalarins þar sem drottingarnar dönsuðu með stúlkunum sínum.

Kvikmyndin Tomb Raider var tekin upp í hofinu árið 2000 og í framhaldinu lét aðalleikona myndarinnar, Angelina Jolie, til sín taka við uppbygginu á svæðinu. Fékk hún UNESCO í lið með sér og hafa nú fjölmörg hof verið sett á heimsminjaskrá.

Við endurreisn á hofi eru steinarnir merktir og þeim komið fyrir að afmörkuðum stað þar til ákveðið er að hefja endurhleðslu hofsins. Verkið er gríðarlega tímafrekt og kostnaðarsamt.

 



Banteay Srei Temple

Lítið hof sem ætlað er fyrir bænahald á meðal almenning (karla). Hofið er skreytt fagurlegum veggmyndum og er hofið sambland af búdda- og hindúatrú. Þannig var hægt að biðja til Siva og Vishnu.

Hofið var byggt á 10. öld og fundu Frakkar hofið á nýlendutímanum og hófu endurreisn þess.




Takeo

Hofið var byggt á 10. öld fyrir konunginn. Hofið var hins vegar aldrei tekið í notkun þar sem eldingu laust niður í það. Hofið var nánast fullbyggt, en engar veggskreytingar komnar.

Við fórum alla leið upp í miklum hita, 38 gráður, og svitinn bogaði af okkur.



Thommanon og Chau Day Tevoda

Þessi hof voru mjög áþekk, bæði byggð á 12. öld. Bæði eru þetta fremur kæutk hof sem ætluð eru fyrir bænahald á meðal almennings (karla). Hofin er skreytt fagurlegum veggmyndum.



Angkor Wat

Angkor Wat var byggt á 12. öld og er krúnudjásn Kambódíu og prýðir mynd þess þjóðfána landsins. Landið sem tilheyrir hofinu er um 160 hektarar að stærð. Svæðið er umlukið vatni sem er um 5 km. að lengd.

Hofið var 37 ár í byggingu og sækja þurfti grjótið í 50 km. fjarlægð. Byggingu þess lauk fáum árum eftir andlát konungsins.

Þegar Frakkar fundu hofið var það í góðu ásigkomulagi og hafði legið undir gróðri um langan tíma.

Aðalinngangurinn er með 5 hliðum. Í miðjunni er hlið fyrir konunginn, annað fyrir hershöfðingja og hermenn og síðan tvö á sitthvorum endanum fyrir almenning og dýr (fíla ofl.)

Eftir hliðin er komið inn í gríðarstóran garðinn með fallegum trjám og gróðri. 

Inni í hofinu sjálfu, sem er afar stórt og á þremur hæðum, voru 4 sundlaugar sem konungurinn baðaði sig í fyrir bænir. Hver sundlaug táknar eld, vind, jörð og vatn.

Að því loknu var haldið upp á topp á hofinu þar sem aðal bænastaðinn er að finna.

Hæð turnanna fjögurra frá gólfinu sem þeir standa á (ekki frá jörðu) er um 65 metrar, sem er nálægt hæð Hallgrímskirkjuturnarins.

Eftir gönguna upp og síðan niður þrepin, biðum við eftir sólsetrinu og ennþá að farast úr hita, langt yfir 30 gráðu hiti við sólsetur.

þegar vð komum á hótelið hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar og skelltum okkur í sundlaugina og urðum fyrir miklum vonbryggðum þar sem hún var orðin alltof heit hlandvolg vorum að vonast eftir kaldri laug.

Í kvöldmatnum fórum við á risavaxinn veitingarstað með alltof stóru hlaðborði og nutum danssýningar í anda Apsara dansgyðjunnar. 







Í dag 25 mars er brottfarardagur okkar frá Kambódíu, okkur tókst að gera heilmikla dramatík og misstum næstum af fluginu okkar, það munaði bara 5 mínútum "ég get svo svarið það" þessa sögu fá aðeins útvaldir að heyra við tilheyrðum klaufabárðum og hugsunarlausum um tíma. Erum núna stödd á flugvellinum í Malasíu hefðum haft tíma til þess að bregða okkur í borgarferð um Kuala Lumpur en taugakerfið hafði ekki orku í það, svo vorum við svo heppin að hér er grenjandi rigning. Eigum flug héðan í kvöld, nú liggjum við bara á gólfinu og hlöðum símana okkar eins og ekta flugvallarrottur.








2 ummæli:

  1. Magnað, takk fyrir að deila. Og ég geri ráð fyrir því að ver "útvöld" og hlakka óskaplega til að grenja úr hlátir...

    SvaraEyða
  2. Engin hætta á öðru en að þú fáir þessa sögu 😎🙈

    SvaraEyða

MB23 - 23. kafli - New York og Massachusetts

28. apríl - 9. maí Las Vegas - Syracuse Flugið frá Las Vegas var mjög þægilegt og gaman að fljúga yfir fjallgarðana í Colorado, snjór í fjöl...