Dagurinn hófst að því að senda afmælisbarni dagsins, Halldóri Friðrik, afmælissönginn með hjálp samfélagsmiðla!
Héldum af stað í flug frá Hó Chi Minh (Saigon) til Siem Reap og kvöddum þar með Víetnam með miklu þakklæti. Vonumst til að geta heimsótt landið á nýjan leik síðar.
Víetnam er fallegt land, fólkið er vinalegt og gott, þjónustan góð og maturinn frábær! Víetnamar eru harðduglegt fólk sem hefur þurft að upplifa miklar mannraunir, en þrautsegja þeirra hefur í raun sigrað allt.
Komum til Siem Reap með Cambodian Angkor Air í hálffullri vél. Við komuna til landsins var nokkuð sérstakt að ganga út úr vélinni og líta yfir flugvallarsvæðið, því þetta var eina vélin sem var sjáanleg á svæðinu.
Eftir visaáritun og marga stimpla héldum við af stað til að skoða hof í fylgd okkar einkaleiðsögukonu og bílstjóra hennar. Bílinn vaggaði vinalega og ljóst að eitthvað þarf að kíkja á hjólabúnaðinn að aftan.
Í aðfluginu að Siem Reap sem er höfuðborg Kambódíu þá sáum við yðagræn landbúnaðarsvæði og græna skóga. Borgin er lágreist byggð með mörgum gærnum svæðum og tjörnum, Fátækt er sýnileg, en merki eru um uppbyggingu. Frönsk áhrif í byggingargerð er töluverð. Í borginni búa ein milljón manna. Andrúmsloftið hér er mjög afslappað enginn að flýta sér, umferðin róleg og enginn á bílflautunni. Það verður athygglisvert að fá að upplifa nýtt land og þjóð.
Landvættir Kambódíu eru Fíllinn og Snákurinn. Í öllum hofum á svæðinu má sjá myndir af þessum landvættum höggna í eða úr sandstein.
Angkor Thom (Great City)
Angkor Thom er borgarsvæði sem nær yfir 10 ferkílómetra og er umkringt hlöðnum virkisveggjum. Innan borgarinnar er að finna fjölmörg hof, bæði búdda og hindúahof. Í sumum hofanna er bæði þessi trúarbrögð að finna.
Mörg þessara hofa voru horfin undir jarðveg og trjágróður og því í raun týnd. Hins vegar fundu Frakkar nokkur hof á nýlendutímanum á 19. öld. Síðan þá hefur verið unnið að því að endurbyggja þessi hof, sem er auðvitað mjög tímafrek og erfið vinna.
Svæðið allt er á heimsminjaskrá UNESCO sem styrkir endurreisnina með fjárframlagi og sérfræðiþekkingu.
Við vorum gjörsamlega heilluð af hversu stórfengleg mannvirki þetta eru og hversu gott handverk sögugerðar á veggjum er. Við gengum í tvo tíma um fallegt skóglendi í mjög miklum hita (36c) og vorum farin að finna lækina steyma niður hryggjaliðina á okkur.
Myndir segja meira en þúsund orð!
Til hamingju með Halldór Friðrik.
SvaraEyða