Miðaldra Bakpokar
þriðjudagur, 9. maí 2023
MB23 - 23. kafli - New York og Massachusetts
föstudagur, 28. apríl 2023
MB23 - 22. kafli - Las Vegas
26. - 28. apríl
Boise - Las Vegas
Flugið gekk mjög vel, stutt og þægilegt. Þegar við komum á hótelið var biðröð eftir innritun á herbergin. Svo fór að við biðum í 1,5 klst. eftir að geta innritað okkur og fengið lyklakortin afhent. Flugið okkar tók skemmri tíma en það! Um 30 póstar voru fyrir innritun, en aðeins 2 starfsmenn voru við vinnu og því gekk þetta ansi rólega.
Hótelið var vægast sagt langt frá því að vera gott. Okkur tókst að villast hressilega innandyra og geri aðrir betur. Lyfturnar gengu upp á 2. og 3. hæð og svo 15. til 30 hæð, en hvað varð um hæðirnar þar á milli, vitum við ekki.
Spilavítið á jarðhæðinni var eitt stórt reykingarherbergi þar sem óskaplega dapurt fólk sat við kassana og tapaði greinilega hressilega við iðjuna. "What spends in Vegas, stays in Vegas" ætti slagorðið að vera.
Annars voru við ekki komin til eyðumerkurborgarinnar til að upplifa firringuna á hótelunum, heldur að skoða tvo áfangastaði í nágrenni borgarinnar.
Hoover Dam
Við héldum af stað, snemma morguns, með hópi fólks til að skoða Hoover Dam mannvirkið og síðan áfram til Grand Canyon.
Stíflan var byggð á árunum 1931 til 1936 og hefur að geyma 17 túrbínur sem framleiða rafmagn sem nægir um 1 milljón heimila. Hún heitir eftir Franklin D. Roosenvelt, þáverandi forseta landsins, en hét áður Boulder Dam.
Vatnið kemur úr farvegi Colorado árinnar sem rennur í uppstöðulón stíflunnar. Virkjunin er staðsett í Svartagili (Black Canyon) og stendur á fylkismörkum Nevada og Arizona. Hæð stíflunnar er um 220 metrar og telst ennþá vera ein af stærri vatnsaflsvirkjunum heimsins.
Bygging stíflunnar hófst þegar kreppan mikla stóð yfir og var mikil lyftistöng fyrir svæðið. Bærinn Boulder City var byggður á sama tíma fyrir þá sem unnu við uppbygginguna.
Raforkan er ekki seld til Las Vegas eins og flestir halda eflaust, orkan er einkum seld til Phonix og Los Angeles.
Mjög hefur lækkað í lóninu og nú eru 15 túrbínur af 17 í notkun þar sem rennslið í Colarado ánni hefur minnkað verulega. Vatnshæð í lóninu hefur lækkað um 30% frá því sem áður var og sést það vel á kalkútfellingunum ofan við núverandi vatnsyfirborð.
Mjög góð aðstaða er til að nálgast gott útsýni að virkjuninni. Við gengum upp að brúnni sem stendur nálægt virkjuninni, inn á göngubrú sem er utan á brúnni og virtum mannvirkið fyrir okkur.
Grand Canyon
Eftir ekta amerískan morgunmat var haldið til Grand Canyon og tók ferðin rúma 2 tíma. Á leiðinni bar ýmislegt fyrir sjónir í eyðimörkinni, t.d. Joshua skógur og svæði sem telst vera einskismannsland, en þar býr fólk sem flest hefur flúið réttvísina og hýrist í lélegu húsnæði með engu rennandi vatni.
Mikljugjúfur eru auðvitað mjög tilkomumikil og skemmtileg að heimsækja. Töluvert var af öðrum gestum, en ekkert meira en t.d. við Gullfoss og Geysi á venjulegum degi. Öll aðstaða er góð, en mikið lagt upp úr að allir séu þar á eigin ábyrgð!
Mikið er af hröfnum á svæðinu sem eru orðnir ansi leiknir við að snappa sér í bita af gestum sem ekki gæta matar síns.
Fyrst var haldið til Eagle Point sem er mjög helgur staður frumbyggja af Hualapai indjána ættbálknum. Staðurinn degur nafn sitt af klettalögun sem líkist mjög erni með útbreidda vængi.
Á staðnum er líka að finna húsagerðir sem frumbyggjarnir notuðu í eyðimörkinni, mest úr trjábolum og leir.
Loks var haldið að útsýnisstaðnu, Guano Point nesinu, þar sem mjög gott útsýni er um svæðið og yfir ánna, Colarado river, sem rennur um gilin.
Fallegar klettamyndir og litatónar fanga athyglina og auðvitað hæðin, en 670 metrar eru frá útsýnisstaðnum og niður í ánna.
Árið 1957 var byggður drifbúnaður fyrir kláf á brúninni sem notaður var til að komast yfir ánna. Lengd vírsins var 2.300 metrar. En því miður fór það svo að flugvél frá bandaríska hernum flaug á vírinn og eyðilagði þar með samgöngutæki námuverkamannanna. Náman lagðist því af.
Félagið sem átti kláfinn fór í mál og fékk skaðabætur sem námu mun hærri upphæð en starfsemin skapaði. Mannvirkið hefur staðið óhreyft síðan.
Að lokinni heimsókninni í gjúlfrin var haldið aftur af stað til Las Vegas. Þegar rútan hafði ekið í um 30 mínútur, sprakk hjólbarði að aftan og bílstjórinn lagði út í kant. Hvað nú?
Krullhærði strákurinn, farastjórinn, bað alla um að slaka á, þó við værum stödd út í miðri eyðimörkinni í Arizona.
Hann tók eftir að í nágrenninu var býli sem líka væri með hinum fínasta bar. Hann tók til fótanna og kannaði málið. Eftir nokkra stund snéri hann til baka og spurði hvort einhver vildi ganga að býlinu og skella sér á barinn á meðan beðið væri annarrar rútu. Íslendingarnir stóðu fyrstir upp og skokkuðu niður eftir veginum, yfir ristarhlið og í átt að bænum.
"Saloon" og eitthvað sem líktist setti úr vestramynd tók á móti okkur, hestvagnar, hús og forn landbúnaðartæki. Innandyra á barnum tók "Idoho Dan" á móti okkur og hvatti okkur óspart að kíkja á barinn. "Consider it done!" sögðum við og verzsluðum okkur mjöð eða tvo.
"Idoho Dan" sagði okkur frá sjálfum sér auk þess hann lék nokkra kántrý slagara á kassagítarinn.
Tíminn leið og um 3 klukkustundum síðar kom önnur rúta frá borginni til að sækja hópinn. Áður en rútan renndi í hlað tókum við tal við bílstjórann um "dekkjasprungumálið" og spurðum hvort ekkert varadekk væri í rútunni.
"Jú, ég er með allan útbúnað til að skipta um dekk og get það auðveldlega". En hvað er þá málið?, spurðum við.
"Það þarf víst vottaðan og réttan bifvélavirkja til að skipta um dekkið á rútunni, sagði hann hneykslaður. Tryggingamál, sjáðu til". Það skodna við þetta var að í hópnum okkar var einmitt bifvélavirki sem bauðst til að aðstoða bílstjórann við dekkjaskiptin, en það var víst ekki nóg og því fór biðin upp í 3 klst. í stað ca. 20 mín.
Við héldum aftur af stað í nýju rútunni og komum í borgina við sólsetur. Ljósadýrðin var hafin og við fórum í stutta göngu til að skoða ljósaperurnar við "The Strip".
Í dag bíðum við eftir að vélin okkar farin í loftið, ca. 2 klst. á eftir áætlun, gaman gaman.
miðvikudagur, 26. apríl 2023
MB23 - 21. kafli - Boise Idaho
22. - 26. apríl
Idaho - kartöfluríkið mikla
Flugið frá San Fransico gekk vel í litlu flugvélinni hjá Alaska Airlines. Þetta var stutt flug, aðeins rúm klukkustund. Við flugum yfir nokkra fjallgarða þar sem töluvert var af snjó og eflaust einhverjir á skíðum.
Boise er höfuðstaður Idaho fylkis með um 250.000 íbúa í borginni sjálfri og rúmlega 700.000 manns á svæðinum þar í kring.
Idaho er sannarlega kartöfluríki USA þar sem það framleiðir 1/3 af heildarframleiðslunni sem telst vera rúmlega 6 milljónir tonna af kartöflum á 300.000 ekrum lands (120.000 hektarar). Uppskeran er þannig um 50 tonn á hvern hektara lands, til samanburðar er uppskeran um og yfir 20 tonn/hektara á Íslandi (lauslega athugað). Uppskeran er yfirleitt á tímabilinu ágúst - október og magnið ansi mikið.
Idaho sér nefnilega McDonalds fyrir allri kartöfluþörf þess stóra skyndibitafyrirtækis, svona til að tryggja líka einsleitnina.
En hvers vegna til Boise?
Það kann einhver að velta því fyrir sér, enda kannski ekki vinsæll áfangastaður Íslendinga á ferðalögum um USA. Ástæðan er sú að á Moorea í Frönsku Pólýníseu kynnumst við fjölskyldu frá Bosie sem einhvern veginn var á sömu bylgjulengd og við.
Við náðum mjög vel saman og spjölluðum mikið í grillveislunni á litlu sandeyjunni við Moorea þar sem skötur, fiskar og hákarlar lónuðu í sjónum fyrir utan.
Þau heita Corby og Heather og eiga þrjá stráka sem allir eru undir 10 ára aldri. Þau starfa sem fasteignasalar, en Heather skipti yfir í þann vettvang, eftir að hafa starfað sem kennari um langt skeið.
Við sögðum þeim af ferðalagi okkar og hvert förinni væri heitir eftir Hawaii, þ.e. til San Francisco. Eftir það værum við með nokkra daga sem ekki væri búið að plana mikið. Úr varð að þau buðu okkur gistingu í íbúðum sem þau eiga í Boise og þáðum við það með þökkum.
Þau sögðust lengi hafa ætlað til Íslands og ef til vill yrði þessi vinskapur til þess.
Við leigðum okkur bíl á flugvellinum og það er óhætt að segja að nokkurt ryð var sest á aksturskunnáttuna hjá okkur, eftir að hafa verið laus við aksturinn í margar vikur, en það kom fljótt. Að kaupa bensín var líka nýtt fyrir okkur, enda átt rafbíla í 5 ár.
Náttúrufegurð - Greenbelt og fjallendið
Boise stendur við fjalllendi og er mikið um þjóðgarða og aðra almenningsgarða á svæðinu. Við gengum fyrsta daginn um hið svo kallaða "Greenbelt" sem er mjög stórt svæði meðfram ánni sem rennur í gegnum borgina. Þar er hægt að ganga, hlaupa og hjóla um mjög langa stíga sem liggja um svæðið.
Raunar var þetta svæði mýrlendi, en fyrir nokkrum árum var ráðist í mjög miklar framkvæmdir til að gera svæðið aðgengilegt og fallegt. Steyptir göngustígar, brýr, grjóthleðslur, aðstöðuhús og veitingastaðir prýða svæðið sem er einkar fallegt að sjá og fara um.
Við gengum líka um fjallendi (Camel´s back) um 7 km leið þar sem hægt var að sjá yfir borgina og fylgjast með dýralífinu á svæðinu. Þarna voru líka mjög stór íbúðarhús í hæðunum sem sjálfsagt kosta eitthvað meira en gengur og gerist annarsstaðar á svæðinu.
Svo var gengið um borgina og þannig urðu þetta 10 km í heildina.
Vínhéraðið við Boise - Sunny Valley
Fyrir utan borgina er töluvert um vínrækt og ekki þótti annað hægt en að frúin fengi bílstjóra sem gæti lóðsað hana um vínræktarhéruðin í smá smakk og með því.
Eftir að hafa rannsakað málið var ákveðið að skoða tvö fyrirtæki, Sawtooth og Hat Ranch. Þetta eru fjölskyldufyriræki sem ýmist framleiða vín úr eigin ræktun eða með því að fá hráefnið frá nálægum bændum.
Hjá Sawtooth hafði freyðivínið vinninginn og hjá Hat Ranch var það hvítvínið frá árinu 2021 sem raunar vann til ótal verðlauna. Idaho er greinilega að vaxa sem vínræktarríki.
Nú sitjum við á flugvellinum og bíðum eftir 15. fluginu á ferðlagi okkar, smá seinkun. Förinni er heitið til Nevada og Arizona.
MB23 - 23. kafli - New York og Massachusetts
28. apríl - 9. maí Las Vegas - Syracuse Flugið frá Las Vegas var mjög þægilegt og gaman að fljúga yfir fjallgarðana í Colorado, snjór í fjöl...

-
Hvers vegna erum við á leið í þetta ævintýri? Eftir sumarið 2021 vorum við búin með allt vinnuþrek enda gáfum allt sem við áttum í fyrirtæk...
-
9. - 10. apríl Eftir næturflug frá Tahiti var næsta stopp á eyjunni Oahu í Honululu á Hawaii. Flugið var mjög hressandi þar sem ókyrrð var ...
-
Miðaldra bakpokar 2023 (MB23) 3. feb - 5. feb Föstudagurinn 3. febrúar runninn upp og tími til kominn að halda af stað í reisuna miklu, efti...
-
Þetta erum við, þessir Miðaldra Bakpokar. Næstu fjóra mánuði verðum við á faralsfæti förum á framandi staði fyrir okkur allavega. Hérna ver...
-
29. mars Við hófum daginn á því að missa af morgunmatnum, enda nokkuð þreytt eftir ferðalagið frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ferja beið okka...
-
Laugardagur, 25. febrúar 2023 Það er rúm vika liðin síðan við komum til Tælands frá Maldíveyjum. Brottfarardagurinn, 16. febrúar, frá Malé v...
-
Thailand kvatt Þann 13. mars héldum við til Bangkok frá Sam Roi Yot og innrituðum okkur á lítið hostel við flugvöllinn. Sváfum í "Hello...
-
Hittum leiðsögukonuna okkar, hana Kim, og bílstjórann kl. 8.00. Haldið var af stað í skoðunarferð í helstu hofið á svæðinu. Ta Promh - Tomb ...
-
26. - 28. apríl Boise - Las Vegas Flugið gekk mjög vel, stutt og þægilegt. Þegar við komum á hótelið var biðröð eftir innritun á herbergin. ...
-
Ho Chi Minh - Siem Reap - Afmælissöngur Dagurinn hófst að því að senda afmælisbarni dagsins, Halldóri Friðrik, afmælissönginn með hjálp samf...